Golf á Spáni
Með Bergi bakara
Heimasíða klúbbsins
Skráningarviku er lokið - Skráning hefst aftur í febrúar.
Heimasíða klúbbsins
Mynd frá síðasta Zalt móti
16. nóvember 2025
Flestir Íslendingar á Costa Blanca ströndinni þekkja Fasteignasöluna Zalt, Þórdísi og starfsfólkið hennar. Zalt hefur þjónustað Íslendinga um áraraðir í fasteignakaupum og einnig aðstoðað við Skatta uppgjör og skýrslur og svo margt annað sem uppá kemur.
Hugmynd um samstarf Zalt Properties kom upp í spjalli fyrir einhverjum árum en þetta er í þriðja skiptið sem við njótum þess að vinna með þeim.
Zalt er styrktaraðili Zalt-mótsins og sér um öll þau glæsilegu verðlaun og gjafir sem þau hafa fært okkur til að þrauka af veturinn hér á Spáni eins erfitt og það nú er.
Mótið verður haldið á Vista Bella 25. nóvember nk.
Innifalið í klúbbaðild er aðgangur að lokuðum Facebook hópi. Þar fær klúbbmeðlimur upplýsingar um mótin, skoðar myndir og getur tekið þátt í hressandi umræðu.
Klúbbfélagar eru hvattir til að vera í FB hópnum og sækja um aðgang hér