Golf á Spáni
Með Bergi bakara
Heimasíða klúbbsins
Formaðurinn segir frá
14. september 23
Við hjá Golf á Spáni höfum setið með sveittann skallann undanfarið til þess að gera allt klárt fyrir Golfvertíðina sem er framundan og langar mig að segja ykkur aðeins frá því sem verður í boði:
Við erum búin að frumsýna Alenda völlinn sem hefur komið mörgum á óvart bæði fyrir að vera flottur og góður völlur og líka fyrir að vera ekkert mikið að hrekkja þá sem nota höfuðið, Þeir sem gera það ekki fá hausverk.
Næsta sunnudag spilum við La Torre sem er enn annar flottur völlur þar sem er hægt ef menn vilja vera mikið í sandi og vatni,en athugið að það er ekkert must að vera alltaf að hringla í geðheilsunni og það er best að halda sig bara á Brautunum.
El Valle þarf ekki að kynna enda gamagróinn öðlingsvöllur sem hefur allt sem góður völlur þarf að hafa.
Hacienda Riquelme er kominn í sitt upprunalega horf og verður í boði hjá okkur í haust og þar geta golfarar sýnt vöðvana ef þeir þora annars láta þeir það bara vera .
Heimavöllurinn er að sjálfsögðu Vistabella og hann stendur alltaf fyrir sínu og hann er í boði tvisvar í viku.
Golf á Spáni segir bara Gjörið svo vel og njótið.
Gaman saman er mottó klúbbsins. Bergur bakari, formaður og eigandi Golf á Spáni, ásamt Önnu Kareni Sverrisdóttur, ein af lykilsliðsmönnum klúbbsins.
Við erum stolt af meðmælum klúbbmeðlima
Veldu það sem á við þig
Facebook hópur klúbb-meðlima stækkar!
Innifalið í klúbbaðild er aðgangur að lokuðum Facebook hópi. Þar fær klúbbmeðlimur upplýsingar um mótin, skoðar myndir og getur tekið þátt í hressandi umræðu.
Klúbbfélagar eru hvattir til að vera í FB hópnum og sækja um aðgang hér