Staðarreglur

Staðarreglur, keppnisskilmálar og fleira:


Fyrsta reglan er að taka góða skapið með og brosa allan hringinn.

Munum að golfið er leikur og þegar upp er staðið er ánægðan það eina sem skiptir máli.

Við spilum golfið eftir reglum R&A og bætum þar við færslu um skorkortslengd á snöggslegnu svæði þar sem við vitum oft ekki ástand þeirra valla sem við heimsækjum.

Leikformið er punktakeppni. Við útreikning á punktum er miðað við hámarks leikforgjöf 36 hjá konum en 28 hjá körlum. En auðvitað geta allir verið með.

Ef leikmenn vilja kynna sér golfreglurnar þá er til App fyrir bæði Android og Iphone sem heitir „2019 Rules of Golf App“. Það er hægt að stilla það á íslensku og er tilvalið lesefni þá sjaldan að við komumst ekki út á völl vegna rigningar.

Android:

https://play.google.com/store/apps/details?id=com.randa.android

Iphone:

https://itunes.apple.com/ro/app/rules-of-golf-2019/id1435204099?mt=8

Við mætum tímanlega á teig eftir að við erum búinn að melda okkur við mótstjórn og gera upp. Fimm mínútur eru algjört lágmark.

Við höldum góðum hraða allan hringinn og leitumst við að halda í við hollið á undan okkur.

Við rökun glompur ef við lendum í þeim, gerum við boltaför og kylfuför og göngum um vellina eins og þeir væru stássstofan okkar.

Við sýnum öðrum leikmönnum og starfsmönnum tillitssemi og kurteisi. Gerum hlé á samræðum á meðan meðspilari slær og gætum að því að stíga ekki í púttlínu.

Ef okkur gengur illa á einhverri braut og við erum búin að slá fleiri högg en þar gefi okkur punkta þá er okkur óhætt að taka upp boltann svo að við tefjum ekki leikinn. Óhætt er að miða við PAR+5 högg fyrir þá forgjafarhæstu.

Við erum tilbúinn til að leika okkar bolta þegar það kemur að okkur, og leikum jafn vel áður ef það truflar ekki aðra.

Þegar leik er lokið skilum við kortinu til mótsstjórnar svo fljótt sem auðið er. Bæði leikmaður og ritari skulu undirrita kortið.

Sé skor ekki fært á einhverja holu skal það lesið sem X.

Hafi leikmaður lokið leik án þess að hafa fært inn skor en skilar undirrituðu skorkorti þá gildir það í úrdrætti skorkorta.

Komi upp vafamál í leiknum skal mótstjórn úrskurða um þau og er það endanlegt.

En fyrst og fremst gleðin og ánægjan.