Spurningar og svör

Hvað kostar að vera með í klúbbnum?

Árgjaldið fyrir 2024 er 12.000 kr (gildir frá og með okt 2023). Einungis 1.000 á mánuði fyrir fullt af golfi og frábæran félagasskap.

Ég spila svo sjaldan golf, borgar það sig fyrir mig að vera í klúbbnum?

Árgjald klúbbsins er ávallt stillt í hóf. Fyrir það færðu skiplögð mót með skemmtilegu fólki og flottum vinningum. Skipulögð mót eru amk tvisvar í viku. Gjald í hvert mót er stillt í hófi og er mun hagstæðara en almennt vallargjald. Með því að fara í amk 4 -5 mót á ári hefur þú fengið árgjaldið tilbaka, spilar ódýrara og skemmtilegra golf.  Golf á Spáni hefur stimplað sig vel inn á fyrsta árinu sínu og hefur því samið um góð verð út þetta golf ár, sem klúbbmeðlimir njóta.

Ég er byrjandi í golfi, er klúbburinn fyrir mig?

Já við bjóðum nýliða í golfi sérstaklega velkomna. Láttu okkur vita og við styðjum þig og hvetjum áfram. Vertu velkomin :) 

Hvað er innifalið í árgjald klúbbsins?

Innifalið er öll umsjón og þjónusta klúbbsins. Klúbburinn sér um að undirbúa hvar á að spila, semja við viðkomandi golfvelli um tíma og verð. Útbúa skráningaferli og halda úti heimasíðu. Útvega verðlaun, ritföng og skorkort. Og margt margt fleira.

Bergur bakari ásamt aðstoðarfólki mætir í öll mót og sér um að halda uppi stemmingunni. 

Klúbburinn heldur vikulega mót fyrir utan þau tímabil sem veðrið ræður för (tímabilið júní - ágúst og í desember - janúar)

Hvernig get ég skráð mig í klúbbinn?

Við opnum dyrnar inn í klúbbinn tvisvar sinnum á ári. Í upphaf árs og í byrjun hausts. 

Núna stendur yfir Skemmtilegur September og geta allir sem viljað skráð sig í mót og þannig upplifað hina skemmtilegu stemmingu sem fylgir móti hjá Golf á Spáni. 

Við munum fljótlega tilkynna hvenær er  hægt að skrá sig í klúbbinn. Endilega skráðu þig á biðlistann hjá okkur og við látum þig vita hvenær er hægt að skrá sig. 

Er hægt að vera klúbbmeðlimur þó maður sé ekki búsettur allt árið á Spáni?

Já að sjálfsögðu. Þú fylgist með þegar þú kemur í bæinn og skráir þig á mót.

Hvaða golfvellir er spilað á?

Golfvellirnir sem við spilum mest á eru staðsettir á Costa Blanca ströndinni. Við erum fastagestir á völlunum Vistabella, Font Del Llob, Alenda Golf og La Torre . Við erum alltaf að skoða fleiri velli sem við kynnum jafnóðum. 

Ég er skráður í klúbbinn en ekki búinn að fá neinn póst?

Það geta verið margar ástæður fyrir því. Prófaðu þetta fyrst:

Má ég taka með gesti?

Já það er möguleiki. Ef mót fyllast ekki þá er skráðum þátttakendum boðið að fylla upp í mótið með boðgesti. 

Þú getur einnig sent tölvupóst á golfaspani@gmail.com og athugað hvort það sé pláss fyrir þig. 

Ég skráði mig í mót en ekki fengið neinn staðfestingapóst

Við viljum halda tölvupóstum í lágmarki.
Í  hvert sinn sem þú skráir þig í mót færðu sjálfkrafa sent afrit af skráningunni þinni sent á það netfang sem þú notar í skráningaforminu. Staðfestingaposturinn kemur frá Google Forms.
Í framhaldinu fylgist þú með pósti inn í FB hópnum okkar.
Þú getur treyst því að hafa tryggt þér pláss í mót ef þú gast skráð þig.
Skráningablaðið lokast sjálfkrafa þegar hámarksfjölda þátttakenda er náð. 

Ef þú ert ekki nú þegar í Facebook hópurinn okkar smelltu hér og sóttu um aðgang: https://www.facebook.com/groups/golfaspani/

Ertu með aðra spurningu?

Við erum að safna algengum spurningum fyrir síðuna okkar. Endilega sendu okkur spurningu á netfangið golfaspani@gmail.com og við svörum við fyrsta tækifæri.