Skráningarviku er lokið - Skráning hefst aftur í febrúar.
Íslenska Golffjélagið Golf á Spáni hefur þann megintilgang að útvega félagsmönnum sínum golf á sem hagstæðastu verði á Spáni, skipuleggja golfmót fyrir félagsmenn og reka þau, safna saman skráningum og koma upplýsingum til félagsmanna varðandi allt sem í boði er hverju sinni.
Golf á Spáni rekur öll mót sem í boði eru á þeirra vegum, sér um skráningar í mót, safnar saman skorkortum að leik loknum og sér um verðlaunaafhendingar.
Skipuleggur heimsóknir til annara golfvalla og bókar gistingu fyrir félagsmenn.
Golf á Spáni sér um rekstur lokaðs FB hóps sem upplýsingum varðandi starfið verður komið á framfæri.
Höfuðtilgangur félagsins er að hafa gaman saman og spila golf hver með sínu nefi, skemmta okkur saman og kynnast nýjum félögum og síðast en ekki síst brosa meira og breiðara því við erum jú öll að gera það sem okkur finnst skemmtilegast að gera, að SPILA GOLF.
Skýrt stendur fyrir að hafa alla umgjörð og skipulagt einfalt og fyrirsjáanlegt.
Gleði stendur fyrir að þetta snýst fyrst og fremst um að hafa gaman saman.
Virðing stendur fyrir að allir eru jafnir og hér hjálpast allir við að gera gott starf betra. Við virðum umgjörð og staðarreglur klúbbsins.
Fyrst og fremst er Golf á Spáni sem býður upp á áreiðanlegt vikulega golf helstu mánuði ársins (fyrir utan júní, júli, ágúst og desember).
Meðlimir klúbbsins geta treyst á góðan félagsskap, flotta velli og góða stemmingu. Klúbburinn er fyrir alla.
Lögð er áhersla að halda yfirbyggingu í lágmarki og fjölda félaga í hófi.
Hægt er að sækja um aðild, að jafnaði, tvisvar á ári. Í febrúar/mars og ágúst/september.
Umsóknaferlið er einfalt og fer í gegnum netið.
Þú velur um tvo möguleika:
Þegar opið er fyrir skráningu: Smelltu hér til að sækja um aðild
Þegar það er lokað fyrir skráningu: Smelltu hér til að fara á almennan póstlista/biðlista
Hafir þú spurningu eða fyrirspurn, ekki hika við að senda tölvupóst á golfaspani@gmail.com og við svörum við fyrsta tækifæri.
Starfsmenn klúbbsins
Stofnandi og formaður klúbbsins.
Sérlegur aðstoðamaður.
Ræsir, punktasafnari og hirðljósmyndari klúbbsins.
Sérstakur tengiliður Kvennadeildar
Innra starf klúbbsins
Innifalið í ársgjaldi er eftirfarandi:
⛳ Regluleg skiplögð golfmót
⛳ Lokuð FB síða
⛳ Heimasíða klúbbsins
⛳ Skiplagðir skemmtiviðburðir
⛳ Regluleg fræðsla
⛳ Skipulögð kennsla
⛳ Ýmsir afslættir og tilboð
⛳ og margt fleira
Árgjald Kvennadeildar er viðbót við árgjald Golf á Spáni
🏌🏻♀️ Sér kvennamót - á mánudögum
🏌🏻♀️ Sér viðburðir skipulagðir fyrir kvennadeildina
Félagsgjald 25 Evrur / 3.500 kr
Árgjald kvennadeildar er stillt í hófi og ætlað til uppbyggingar deildarinnar og standa straum af kostnaði við eigin viðburði.
Við trúum að allir vilji bæta golfstílinn sinn og þróa draumahöggið. Því mun Golf á Spáni bjóða upp á fræðslunámskeið og samstarf við leiðbeinendur og golfkennara.
Vor 2022
Golfleiðsögn fyrir byrjendur og lengra komna á miðvikudögum á Greenlands Golf Club.
Nánari upplýsingar og bókanir hjá Bjarna Jónsyni leiðbeinanda í s. 354 - 659 7659.