Eldri fréttir

Golf Fiesta

4. mars 2024

Frábær febrúar endaði með frábærum Golf Fiesta dag

50 manns mættu, ákveðin í að læra og hafa gaman af, á Golf Fiesta daginn hjá Golf á Spáni sem fór fram 2. mars s.l..  Hópnum var skipt  upp í 5 hluta og deilt niður á stöðvar sem voru pútt, lengdarstjórnun, slegið úr glompu og hvernig á að slá úr sandi. Stutt og löng vipp, drive og síðast voru gripin stillt. 

Mættir voru bæði byrjendur og lengra komnir, allir tilbúnir að gefa af sér og meðtaka líka. 

Veitt voru verðlaun fyrir mesta áhugann á að læra betur og voru nokkrir sem fengu þau og auðvitað klapp á bakið. 

Að lokum var svo þessum frábæra degi fagnað að hætti hússins og alli höfðu Gaman Saman.

Takk öllsömul fyrir frábæran dag og góða skemmtun þið gerið lífið skemmtilegra. 

Mbk

Bergur og co.

Það er alltaf Gaman Saman þegar félagar í Golf á Spáni hittast.

Frábær febrúar stendur undir nafni

27. febrúar 2024

Frábær febrúar tekur senn enda

Núna eru 3 dagar eftir af frábærum febrúar með Golf á Spáni. Um leið eru þrír dagar eftir til að skrá í klúbbinn og halda áfram geta mætt í stórkostleg mót og hafa gaman saman.


Við opnum aftur fyrir nýskráningu í september. 


Við tökum vel á móti öllum nýjum félögum og bjóðum þá velkomna. 

Þess vegna minnum við á að skráningar vikan stendur yfir einmitt “núna”!

Bergur &Co 

Opnum fyrir nýskráningu í kvöld!

19. febrúar 2024

Skráningarvikan hvað er nú það?

Eitt af uppáhalds orðum okkar í Golf á Spáni er skráningarvikan. 

Hvers vegna skyldi það vera?

Jú þá viku bjóðum við nýja félaga velkomna og hvað er skemmtilegra en að geta bætt við og fjölgað í hópnum skemmtilegu fólki sem vill það sama og við öll hin sem fyrir eru að hafa Gaman  Saman.

Við tökum vel á móti öllum nýjum félögum og bjóðum þá velkomna. 

Þess vegna minnum við á að skráningar vikan stendur yfir einmitt “núna”!

Bergur &Co 

Það er alltaf Gaman Saman þegar félagar í Golf á Spáni hittast.

Meðmæli núverandi klúbbmeðlima eru okkar leiðarljós. 

Frábær Febrúar Framundan!

29. janúar 2024

Frábær febrúar framundan. 

Í febrúar eru allir velkomnir að skrá sig í mót og upplifa klúbbstemminguna hjá skemmtilegasta golfklúbbnum Golf á Spáni. 

Til að vera með þá einfaldlega finnur þú mót hér fyrir ofan, skráir þig, mætir og skemmtir þér konunglega. 

Um leið ertu komin á biðlistann okkar og við látum þig vita hvenær þú getur orðið formlegur klúbbmeðlimur. Það gerist í seinni hluta febrúar þegar við opnum fyrir skráningu í klúbbinn.  

Við hlökkum til að sjá þig í næsta móti 🏌️

Hvar á að fylgjast með rástímum?

27. janúar 2024

Við viljum vekja athygli á að rástímar birtast í síðasta lagi sólarhring fyrir mót. Rástímar birtast á Facebook síðu klúbbsins Golf á Spáni og inn í lokuðum FB hóp klúbbsins (eingöngu ætlaður núverandi klúbbmeðlimum).  Í febrúar munu þátttakendur einnig fá sendan tölvupóst frá netfanginu golfaspani@golfaspani.com (gæti farið í spam) til að tryggja góða og tímanlega mætingu. 

Smelltu núna á síðuna okkar Golf á Spáni og ýttu á læk. Þá missir þú ekki af neinu!


Vilt þú ganga í klúbbinn?  Opnað er tvisvar á ári fyrir skráningu í klúbbinn, í febrúar og í september. Skráðu þig á biðlistann (efst á síðunni) og við látum þig vita hvenær skráning hefst núna seinni hluta í febrúar. Þangað til er öllum velkomið að skrá sig í opin mót. 

Gleðin skein úr andlitum þátttakenda, hér með Bergi formanni
og Önnu Kareni aðstoðarmanni klúbbsins. 

Fyrsta mót 2024 var fjölmennt

24. janúar 2024

Fyrsti leikdagur hjá Golf á Spáni á þessu ári var í dag og var spilað í frábæru veðri logni ,sól og 22 stiga hita.

Það var sko gaman að hitta alla vinina nýja og gamla .

Það læddist að mér sá grunur að þetta ár yrði flottasta og fjölmennasta árið okkar fram að þessu og þess vegna eru gerðar ráðstafanir til að mæta svona fjölda.

Framundan eru 120 mót, tvær skemmti- og golfferðir (vor og haust) og fleiri skemmtilegir viðburðir. 

Allt undir formerkjum klúbbsins (æðislega) Gaman Saman.


Vilt þú ganga í klúbbinn?  Opnað er tvisvar á ári fyrir skráningu í klúbbinn, í febrúar og í september. Skráðu þig á biðlistann (efst á síðunni) og við látum þig vita hvenær skráning hefst núna seinni hluta í febrúar. Þangað til er öllum velkomið að skrá sig í opin mót. 

Golfið hefst 23. janúar - allir velkomnir!

15. janúar 2024

Allar vélar sem sem eru látnar standa of lengi og ekki gangsettar stirðna upp og eru smá tíma að ná upp smurningi og fyrri liðleika. Svo er einnig um mannfólkið og sérstaklega golfara.


Þess vegna hefur verið ákveðið að rjúfa þennan vítahring fría, konfekts,leti og meiri leti og ræsa golfara í vinnuna. Ákveðið hefur verið að fyrsti hringur nýs árs verði leikinn á sjálfan Gosdaginn 23 .janúar á Vistabella. Þetta er svona létt æfing fyrir alvöruna sem hefst 1.febrúar en þá hefst Frábær febrúar. Í febrúar spilum við á Vistabella, Alenda, La Torre, El Valle, Hacienda Riquelme og Font Del Llop.. Allir sem vilja geta skráð sig í mót út febrúar og þannig prófað að upplifa stemminguna sem fylgir því að vera meðlimur í golfklúbbnum Golf á Spáni.


Það er mikið og öflugt starf framundan með háleitum markmiðum og við treystum því öll hjá Golf á Spáni að eins og undanfarin ár þá gerum við þetta ár að flottu og skemmtilegu Golfári og höfum svo mikið GAMAN SAMAN .

Bergur formaður og eigandi klúbbsins með heppnum golfurum. 

Núverandi klúbbmeðlimir taka þér fagnandi í Frábærum febrúar

       Gleðilegt nýtt ár - Vertu með GáS!

08. janúar 2024

Núna styttist í að klúbburinn hefur aftur starfsemi sína eftir gott jólafrí. Eins og undanfarin ár þá hefst það með Frábærum febrúar

Þá geta allir sem viljað skráð sig í mót, óháð félagsaðild, og þannig upplifað hvernig mótin hjá Golf á Spáni fara fram og auðvitað komist að því að það er fyrst og fremst félagsskapurinn sem býr til það sem klúbburinn vil vera hvað þekktastur fyrir Gaman saman.

Það er því um að gera að skrá sig á biðlistann og fá að vita hvenær fyrsta mótið af tæplega tuttugu í febrúar verður. Þú finnur örugglega mót til að prófa að vera með!

       🎅🎄Styttist í golf-pásu🎄🎅

27. nóvember 23

Golf golf og meira golf segja margir klúbbmeðlimir Golf á Spáni. Lúxusvandamál fyrir klúbbinn sem stjórnendur eru þakklátir fyrir. Lúxusvandamál eru líka verkefni og því er golfpása hjá klúbbnum tvisvar sinnum á ári. Yfir hátíðarnar, jól og áramót og aftur yfir heitustu sumarmánuðina. 

Á meðan á golfpásu stendur fer fram undirbúningur fyrir næsta tímabil, með það markmið að gera betur. Grunnstefna klúbbsins er að bjóða upp á skipulögð golfmót, hægstæð verð og búa til skemmtilegan félagsskap undir slagorðinu Gaman saman

Þessa vikuna mega klúbbmeðlimir eiga von á könnun sem við biðjum alla um að taka þátt í, gefa hrós fyrir það sem vel er gert og ábendingar um hvað má gera betur. Ábendingar gefa hugmyndir að nýjum tilraunum sem þá mögulega fara í gang eftir áramót. 

Bergur bakari í miðri golfsveiflu

Golf-Gleði-Ferðir tvisvar á ári 🏌️🏌️‍♀️

21. nóvember 23

Tvisvar á ári skella klúbbmeðlimir sér í hópferð og heimsækja flott hótel og spila saman tveggja daga mót. 


Í október s.l. fór þessi fallegi hópur saman til Golf de Playa Serena og gleðin sem skín úr hverju andliti leynir sér ekki.


Vorferðin verður farin í byrjun april og þá heimssækjum við aftur Valle del Este golfvöllinn og gistum á hinu glæsilega fjögra stjörnu hóteli Valle del Este Golf Resort.  Ferðin er eingöngu í boði fyrir klúbbmeðlimi. 


Nú geta allir sem eru í klúbbnum eða stefna á að ganga í klúbbinn í febrúar n.k. skráð sig í biðlista í ferðina án allra skuldbindingar. Skráning lýkur föstudaginn 24. nóvember. 


Nánari upplýsingar og skráning hér

Gaman Saman með Golf á Spáni

26. október 23

Undanfarið hafa dagarnir verið annasamir hjá Golf á Spáni og fjölmenni í hvert mót en fátt um kærur sem betur fer. 


Mottó Golf á Spáni er Gaman Saman og það skín ávallt í gegn í lokin og allir fara heim sem góðir vinir og láta sig hlakka til næsta móts. 


Þessa dagana er fríður hópur á lagður af stað í árlegu haust-Golfgleðiferð klúbbsins og í þetta sinn er golfvöllurinn Club de Golf Playa Serena heimssóttur og gist á hótel Best Sabinal


Við óskum þeim góðrar ferðar og skemmtunar og hlökkum til að heyra alla ferðasöguna. 


Fer hún ofan í? Klúbbmeðlimir fylgjast grannt með Bergi, á holu níu,  síðast þegar klúbburinn gerði sér glaðan dag á Greenland.

Hauststarfið byrjar fjörlega

29. september 23

Þá er Skemmtilegum September að ljúka. Öll mót lokið og ætli allir hafi ekki fengið einhver verðlaun, amk gerðum við heiðarlegar tilraunir til þess. 


Framundan eru spennandi haustdagskrá, sem fer vel af staða. Nú þegar er orðið uppselt á Texas Scramble mótið 3. október og stefnir í hressandi mót.


Laugardaginn 30 september ætlum við að fagna Skemmtilegum September og hrista saman hópinn fyrir hauststarfið. Bregða undir okkur betri fætinum og skella okkur í minigolf á Greenland, taka léttan snúning við þá litlu hvítu og eiga góða stund saman. 


Við verðum með boli, húfur og sitt lítið af hverju merkta klúbbnum til sölu.


Endilega kíktu við og fáðu þér svalandi drykk í boði klúbbsins.


Mæting er kl 14:00 


Formaðurinn segir frá

14. september 23

Við hjá Golf á Spáni höfum setið með sveittann skallann undanfarið til þess að gera allt klárt fyrir Golfvertíðina sem er framundan og langar mig að segja ykkur aðeins frá því sem verður í boði:


Heimavöllurinn er að sjálfsögðu Vistabella og hann stendur alltaf fyrir sínu og hann er í boði tvisvar í viku.


Golf á Spáni segir bara Gjörið svo vel og njótið.

Gaman saman er mottó klúbbsins. Bergur bakari, formaður og eigandi Golf á Spáni,  ásamt Önnu Kareni Sverrisdóttur, ein af lykilsliðsmönnum klúbbsins. 

Fallegur hópur kom í heimsókn og skellti sér í fyrsta mótið á Vistabella 5 september.  Frá vinstri: Helga, Ólína, Sólveig og Thomas.  Við þökkum þeim kærlega fyrir þátttökuna. 

Haustdagskrá

10. september 23

Haustdagskráin er byrjuð að krafti. Við byrjum á að hafa opið hús. Í september geta allir sem viljað skráð sig í opin mót óháð félagsaðild. Skoðaðu mótasíðuna hér fyrir ofan og athugaðu hvort þú finnir ekki mót sem hentar þér. Allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi.

Að sjálfsögðu eru glæsileg verðlaun í öllum mótum og eitthvað meira skemmtilegt.

Í lok september verður hægt að skrá sig í klúbbinn og fá aðgang að skipulögðum mótum þrisvar sinnum í viku, á betri verðum. Reglulega hittumst við við önnur tilefni og bregðum undir okkur betri fætinum. Þá borðum við saman, förum í mini-golf eða í skipulagað golfferð. Skemmtistundirnar verða kynntar betur í haust.

Fyrst og fremst snyst þetta um félagsskapinn. Félagsskap sem elskar að spila golf, skemmta okkur saman og kynnast nýjum félögum. Síðast en ekki síst brosa meira og breiðara. Sem gerist af sjálfum sér því við erum jú öll að gera það sem okkur finnst skemmtlegast að gera, að SPILA GOLF.

Skemmtilegur September

24. ágúst 23

Starfsemi klúbbsins er að fara af stað og byrjar með hið vinsæla sunnudags fréttabréf til klúbbmeðlima næstkomandi sunnudag. 

Tvisvar á ári opna dyrnar hjá Golf á Spáni og þá geta allir sem viljað skráð sig í mót og kynnst starfssemi klúbbsins. 

Skráning í klúbbinn er tvisvar sinnum á ári. Í febrúar og í september, eina viku í senn. 

Það er því mikilvægt að skrá sig á biðlista til að missa ekki af því að geta skráð sig og vera hluti af skemmtilegasta golfklúbbsins á Spáni. Mottóið okkar er Gaman Saman!

Framundan er spennandi haustdagskrá, með skipulögðum golfmótum á fjölbreyttum golfvöllum og skemmtilegum samverustundum, svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Bergur formaður og Ingibjörg tæknilegur aðstoðakona, eru að undirbúa skráningarkerfið svo allt gangi smurt fyrir sig. 

Íslands - mót klúbbsins

12. júní 23

Hið árlega Íslands-mót Golf á Spáni fer fram 22. júní nk. í Sandgerði. Að sjálfsögðu verður sól og blíða sem bíður okkar þegar við mætum galvösk á svæðið. 

Í boði verður  golf, Hammari og stór bjór. 
Skráning er nú þegar hafin og stefnir í góða mætingu. 

Klúbbfélagar skrá sig hér en aðrir gestir er bent á að senda tölvupóst á golfaspani@gmail.com

Myndaspyrpa úr mótunum í síðustu viku. 

Gaman saman gefur mikið

23. apríl 2023

Stundum er allt eins og það á að vera. Allt gott að frétta!  Nóg af golfi, nóg af sól og nóg af góðum félagsskapi. Þannig var síðasta vika hjá okkur í klúbbnum Golf á Spáni.

Þá er bæði hollt og gott fyrir sálartetrið, sem og hugann, að líta tilbaka og sjá þannig betur frábæra uppskeru dagsins í dag.  

Sjá klúbbinn vaxa, sjá fólk oftar á mótum, sjá fleiri mæta og hafa gaman. Það er uppskera sem gefur okkur öllum hjá Golf á Spáni mikla gleði í amstri dagsins. 

Það er gott að finna og sjá að allt er eins og það á að vera. Þannig viljum við hafa það.

Framundan eru fastir liðir eins og venjulega á þessum árstíma. Þegar vorið lætur allt lifna við og sumarið tekur við. Fólk að koma til Spánar og fara heim frá Spáni.

Grilla, chilla og auðvitað golfast.  Hafa gaman saman 💚þannig viljum við hafa það.

Hola í höggi 🏌️‍♂️

16. apríl 2023

Gunnar Guðbjörnsson eða Gunni Grall eins og hann er kallaður er hæverskur maður með afbrigðum og gerir nú ekki mikið úr hlutunum og sínum afrekum í golfi.

Hann lenti í því að fara holu í höggi á 12 holu á La Marquesa fyrir viku og höfðu þau sem vitni voru að afrekinu orð á því hvað hann hefði tekið þessu vel og af hæversku mikilli.

Honum sagðist sjálfum svo frá að hann hefði tekið 19 gráðu Hálfvitann og slegið flott högg og sagði að hann hefði vitað strax að þetta yrði nálægt og flott í Birdie, en 2 hopp og beint niður fór hún, fallega gula kúlann hans. Flottur endir á Páskatímabilinu 2023.


Við hjá Golfi á Spáni óskum Gunna innilega til hamingju og vonum að hann haldi uppteknum hætti og spili vel áfram eins og hann hefur verið að gera. 

Gunnar Guðbjörnsson á holu 12 á La Marquesa golfvellinum

Skreytt Páskaegg a la Bergur bakari. 

Gleðilega Páska 🐣

2. apríl 2023

Ef það er einhver vika þar sem slagorð klúbbsins Gaman saman á betur við þá er það Páskavikan framundan. Við vitum að þetta er sá tími sem klúbbfélagar eru ekki bara uppteknir við að borða súkkulaði og halda Páska hátíðlega heldur einnig að taka á móti gestum. 

Þess vegna býður Golf á Spáni upp á golf alla vikuna, hvetur klúbbfélaga sérstaklega til að skrá sig sem fyrst og taka fram við skráningu hvort þeir vilji taka með sér gesti. Við munum láta vita tveimur dögum fyrir mót hvort það sé pláss fyrir gestina. 

Við getum ekki lofað neinu en vonandi komum við öllum að sem skrá sig tímanlega. Eina sem við getum lofað eru glæsileg verðlaun og ekki verða hissa ef það er súkkulaði bragð af þeim. 

Gleði og knús vika að baki!

22. mars 2023

Hvort það er hiti eða sólin, nema bæði sé, þá er ljóst að klúbbmeðlimir Golf á Spáni og formaður eru full af gleði. 

Haldin voru tvö mót í vikunni og endað á fjölmennu mini-golf móti á Greenland. 

Að venju fara klúbbmeðlimir heim með glæsileg verðlaun og allir fá knús 💗

Á meðfylgjandi myndum er hægt að sjá gleðina og ekki síst knúsin úr síðustu viku. 

Við biðjumst afsökunar á að nafngreina ekki fólk á myndum. Bergur formaður er sá sem er í bleika bolnum. 

Stemmingin úr síðustu Golfgleðiferð sem farin var í október 2022

Gaman saman með Golf á Spáni!

09. mars 2023

Golfgleðiferð með Golf á Spáni 🥳🏌️‍♂️🏌️‍♀️

Mars fer ljómandi vel af stað hjá okkur, nóg af golfmótum og mikið fjör framundan. Þessa dagana geta klúbbmeðlimir skráð sig í fyrir Gleðigolfferð klúbbsins á árinu, sem fara mun fram dagana 4 til 7 apríl n.k.. Um er að ræða hópferð á hið glæsilega hótel Valle del Este þar sem við munum spila golf á daginn og eiga saman dásamlegar kvöldstundir. Allir klúbbfélagar hafa fengið tölvupóst með upplýsingar og skráningalink. Eru líka í FB hópnum okkar.

Rigningaslútt 🌧️🥳

Okkur finnst einnig vera komin tími á skemmtilegt Rigningaslútt sem mun fara fram á Greenland 17 mars. Hvetjum alla klúbbmeðlimir um að fjölmenna í minigolf, mat og drykk. Skráning hefst á morgun, föstudaginn 10 mars. 

Vertu með fyrir 28. febrúar nk..

21. febrúar 2023

Á miðnætti í kvöld verður opnað fyrir fyrri nýskráningatímabils ársins hjá Golf á Spáni. Tvisvar á ári er hægt að ganga í klúbbinn, ár í senn. Að ári liðnu fær klúbbmeðlimur póst með boð um að endurnýja. 

Við erum stolt að segja frá því að rúmlega 85% endurnýjuðu eftir fyrsta árið sitt með klúbbnum, sem er líka fyrst árið okkar í starfi. Á árinu sem er að líða framkvæmdum við tvær þjónustukannanir og hækkaði meðmælivísitalan úr 77 stigum í 92 stig. 

Um leið og við erum þakklát fyrir að ná að búa til og halda uppi ánægju klúbbmeðlima, þá er þetta einnig skilaboð um að halda áfram á sömu nótunum, sem er að hafa skýrt og skipulagt starf með aðaláhersluna á að hafa Gaman Saman. 

Það er einungis hægt með skemmtilegu fólki og skemmtilega fólkið er að finna í golfklúbbnum Golf á Spáni.  Vertu velkomin í hópinn!

Bergur Sigmundsson (t.h.), stofnandi og eigandi Golf á Spáni afhendir Gísla Þorgeirsyni (t.v.) verðlaun nú í febrúar.

Kvennamót verða allra manna mót

13. febrúar 2023

Golf á Spáni hefur vikulega, hvern föstudag, boðið upp á vinsælt níu holumót sérstaklega fyrir konur. Því brá þó við að berast fóru kvartanir yfir karlmannlegum konum úti á vellinum sem hegðu sér mjög skringilega af konum að vera, fóru jafnvel að næsta tré og pissuðu. 

Hvað var þá til ráða á jafnréttistímum annað en að bjóða báðum kynjum að spila 9 holur!  

Að sjálfsögðu er brugðist strax við og jákvæðar breytingar framkvæmdar strax. Nú geta allir sem eru hrifnir að níu holu mótu, í passlega fjölmennu móti, skráð sig. 

Reyndar geta allir skráð sig á þannig mót núna í febrúar, óháð klúbbaðild. Næsta mót er núna á föstudaginn 17. febrúar kl 15:00. Skráðu þig fyrir kl 12:00 miðvikudaginn 15. febrúar!

Komdu með í golf!

31. janúar 2023

Fyrsta starfsár Golf á Spáni að baki og nýtt að byrja sem verður vonandi ekki minna skemmtilegt en það síðasta sem var einfaldlega frábært golfár.

Þetta golfár byrjar í dag á Vistabella 31.janúar og verður leikið þar á þriðjudögum út árið og síðan alla laugardaga á La Marquesa. Einnig verður kvennagolf, fastur liður á föstudögum.

Við erum gestrisið fólk og bjóðum við öllum þeim sem áhuga hafa á að kynnast Klúbbnum Golf á Spáni betur að koma og spila með okkur í febrúar án skuldbindinga um félagsaðild. Nú er um að gera að skrá sig í mótin  og kynnast öllu þessu frábæra fólki sem gerir Golf á Spáni að þeim klúbbi sem hann er.

Okkur hlakkar til að sjá sem flesta í Frábærum Febrúar með okkur í mótum, það er aðeins eitt skilyrði sem allir undirgangast orðalaust og það er að hafa GAMAN SAMAN.

Síðustu haustmótin framundan

22. nóvember 2022

Mikið er stemmingin búin að vera dásamleg í síðustu mótum. Félagsskapurinn hjá Golf á Spáni stendur sannarlega undir nafni. Skemmtilegt fólk sem elskar að spila mikið golf.

Mótin í nóvember hafa verið vel sótt og allt gengið frábærlega vel. Klúbbmeðlmir hafa verið duglegi að deila gleðinni með myndum á Fésbókinni og segja frá nýjum persónulegum metum.

Framundan eru síðustu mótin fyrir jól, þ.á.m. síðasta kvennamótið núna á föstudaginn. Hvetjum konur til að fjölmenna. Síðasta mótið mun fara fram á sjálfa afmælisdag formannsins með pomp og prakt og fullt af flottum vinningum. 

Mótin okkar fyllast hratt

10. nóvember 2022

"Þetta er svo skrítið, mótið sem ég ætlaði að skrá mig í er lokað. Er mótið í alvörunni orðð fullt?"

Þessa spurningu fengum við nýlega frá einum hissa klúbbmeðlimi. Eftir smá spjall þá áttaði meðlimurinn sig á að það væri hægt að skrá sig á biðlista. 

Það er ljóst að mjög margir klúbbmeðlimir eru komnir með á hreint hvenær er hægt að skrá sig í mót eða 8 dögum fyrir mót og því fyllst mótin stundum hratt. 

Við erum þakklát fyrir að fólk vinni með okkur og noti skráningaformið rétt og viljum minna á um leið að ef móti er fullt þá um að gera að senda póst á golfaspani@gmail.com.... til komast sem fyrst á biðlista. 

Þegar það myndast biðlisti þá förum við strax í það að athuga hvort það sé hægt að fá fleiri pláss. Það tekst oft og þá getum við tekið inn í mót af biðlista.

Minnum einnig á mikilvægi þess að láta vita með tveggja daga fyrirvara forvallist þú í mót. 

Zalt mótið framundan

26. okt 2022

Við erum stolt af því að bjóða upp á glæsilegt golfmót með betri fasteignasölunni Zalt Properties. Við eigum það sameiginlegt að vilja gera okkar fólk hamingjusamt og ánægt. 

Toppurinn er auðvitað að bjóða upp á golf og verður fjölmennasta mót haustsins hjá Golf á Spáni haldið í nafni Zalt Properties mánudaginn 31. október. 

Nú þegar er orðið uppselt í móti og komin biðlisti. Hægt er að bæta sig við á biðlista með því að senda póst á golfaspani@gmail.com og kemur í ljós laugardagsmorgun hvort losni mögulega sæti í mótið. 

Ef þú ert á biðlista þá biðjum við þig um að fylgjst með póstinum á laugardaginn og svara um hæl til að tryggja sér pláss. 

Gott er að skipta öðru hverju um umhverfi og kjarna sig eins þessir flottir gaurar sem eru verðlaunin um helgina. 

Golfgleði - Haustferð 22

21. okt 2022

Þessa helgi er Bergur staddur í hinni fyrstu árlegu Golfgleðihaustferð Golf á Spáni. 35 manns skráðu sig í ferðina og eru nú stödd á hinu glæsilega golfhóteli Valle del Este, í góðu yfirlæti dagana 20 - 23 október 2022.

Mætti hópurinn hress á fimmtudaginn og svo er spilað golf bæði föstudag og laugardag. Allir fara svo sælir og glaðir heim á sunnudaginn.

Á meðan eru aðeins færri golfmót í boði en að sjálfsögðu stutt í næstu mót sem er hægt að´skrá sig í núna.

Golf á Spáni óskar öllum gleðilegrar gleðihelgi og vekur athygli á að hægt er að skoða myndir úr ferðinni inn í Facebook hóp klúbbsins.

Golf, golf og aftur golf

7. okt 2022

Glæsileg haustdagskrá klúbbsins hefur nú litið dagsins ljós. Það er alveg á tæru að klúbbmeðlimir Golf á Spáni munu ekki vera í vandræðum með að finna golfmót sem hentar þeim á næstunni.

Skráning í hvert mót opnar átta dögum fyrir mót og eðil málsins samkvæmt er búið að fyrirfram ákveða hvað margir komast í mótið. Því gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær.  Klúbbmeðlimir ganga ávallt fyrir.

Skyldi eitthvað koma upp á og þátttakandi kemst ekki í mót er gott að láta vita af sér (eða láta vita að maður vill taka með sér gest). Tveimur dögum fyrir mót þá könnum við biðlista og hvort það sé pláss fyrir gestina og látum vita. 

Rástímar birtast svo inn í FB hóp klúbbsins, þar eru eingöngu klúbbmeðlimir. 

Hér fyrir ofan er hægt að sjá mótin sem er hægt að skrá sig í. Þá er hægt að skoða dagskrána framundan undir síðunni Félagsmót - skráningasíða.

Klúbbmeðlmir að spá í næsta golfmóti

Þar sem fjörið er!

28. sept 22

Mikið erum við hjá Golf á Spáni þakklát fyrir hin gríðarlega mikla áhuga sem við finnum fyrir klúbbnum þessa dagana. Við erum ungur klúbbur og enn að setja alla umgjörð og fyrirkomulag upp allt til að geta búið til klúbb fyrir fólk sem elskar ekkert meira en að spila saman golf og hafa gaman saman.

Það er nefnilega svo skemmtilegt að prófa eitthvað nýtt og stundum leyfa hugdettu að vaxa og verða að einhverju stórkostlegu. T.d. var ákveðið að kasta inn einu móti á New Sierra með stuttum fyrirvara inn í lokuðum FB hóp núverandi félagsmanna.

Í stuttu máli þá voru viðtökurnar frábærar og mótið fylltist strax. New Sierra greinilega völlur sem fellur vel í kramið hjá klúbbmeðlimum.

Skoðaðu mótin í október hér

Skráðu þig í klúbbinn fyrir 1 okt hér

Skráning í klúbbinn opnar fljótlega

19. sept 22

Nú styttist í að við opnum fyrir skráningu í klúbbinn. Við höfum verið á fullu að undirbúa veturinn og dagskráin er vægast sagt glæsilegt.  Opnað er fyrir skráningu í klúbbinn tvisvar á ári (sept/okt og jan/feb).

Vikulega verða haldin amk 2 mót, stundum 3. Mót þar sem utanumhaldið er eins og það á að vera og skemmtileg samverustund í lokin þar sem við fögnum góðum golfdegi og útdeilum skemmtilegum vinningum. 

Með því að vera félagi í Golf á Spáni tryggir þú þér aðild að þessum mótum, golfi á lægra verði, æðislega skemmtilegum félagaskapar, skipulagðar golfferðir og aðrir viðburði sem klúbburinn heldur. 

Haustið tekur vel á móti okkur

12. sept

Félagar í Golf á Spáni og gestir eru greinilega tilbúin í að hefja geggjað golfvetur, allt er í toppstandi á mannskapnum. 

Fyrsta mótið fór fram í bliðskaparveðri og í miklu stuði á La Marquesa s.l. laugardag. Við látum myndirnar af þátttakendum tala sínu máli.

Í dag fer fram mót númer tvö og framundan eru tvö mót sem hægt er að skrá sig í (sjá hér fyrir ofan). 

Núna er Skemmtilegur September  hjá klúbbnum og þá bjóðum við öllum að skrá sig, óháð félagsaðild, í mót og upplifa gleðina og stemminguna með okkur. 

Við munum fljótlega opna fyrir skráningu í klúbbinn en við opnum tvisvar á ári fyrir skráningu.

Golf á Spáni á Facebook

8. sept 2022

Nú hefur klúbburinn stofnað eigin FB síðu þar sem allir sem vilja geta fylgst með hvað er í gangi. Eina sem þú þarft að gera er að ýta á 👍 (C) og þá missir þú ekki af neinu. 

Með því að ýta á sign up (A) ferðu á heimasíðuna okkar. Þar er hægt að skrá sig í mót og á biðlista um að komast í klúbbinn. 

Ef þið hafið spurningar og/eða þurfið að ná í okkur þá er alltaf hægt að senda okkur skilaboð (B) þarna í gegn. 

Að sjálfsögðu má endilega bjóða vinum með því að ýta á litlu punktana þrjá. 

Skemmtilegur September

3. sept 2022

Golf á Spáni opnar dyrnar tvisvar á ári, í ársbyrjun og í upphaf hausts.

Nú þegar eru yfir 150 manns í klúbbnum sem eru yfir sig ánægðir með starfið og fyrirkomulag, og hlakka til að bjóða fleiri meðlimi velkomna.

Í tilefni þess að nú styttist í næstu opnun mun klúbburinn vera með Skemmtilegan September en þá gefst öllum sem áhuga, tækifæri til að skrá sig í mót á vegum klúbbsins, og þannig upplifa framkvæmd móts.

Einnig er hægt að skrá sig á biðlista og við látum þig vita þegar við opnum formlega fyrir skráningu í klúbbinn.

Hér fyrir ofan finnur þú hlekki  með nánari upplýsingum, t.d. á félagsmótin sem haldin verða á næstunni og skráning á biðlistann okkar. Með því að skrá sig á biðlista færðu reglulega tilkynningar frá okkur um hvað er á döfinni. 

Ef þú hefur spurningar er alltaf hægt að senda tölvupóst á netfangið golfaspani@gmail.com 

Sumarmót í Sandgerði

3. júlí 2022

við erum þakklát fyrir frábærar móttökur við þeirri hugmynd að halda 18. holu sumarmót á Íslandi núna í júlí. 

Mótið mun fara fram á hinum stórskemmtilega og gullfallega golfvelli í Sandgerði. Spilað verður 18 holur og hefst mótið kl 10:30.

Ef þú hefur á huga á að vera með þá vinsamlega sendu skilaboð á netfangið golfaspani@gmail.com við fyrsta tækifæri. 

Hlökkum til að hitta sem flesta og eiga notalega stund saman.

Golf á Spáni

PS. takmarkaður fjöldi er í mótið.

Golf, gleði og góður félagsskapur

7. maí 22

Margir af okkar félagsmönnum eru á heimleið þessa dagana og fer því að líða að lokum fyrsta hluta Golftímabilsins okkar hér á Spáni. Klúbburinn hóf starfsemi sína 12. febrúar síðastliðin og er ýmislegt spennandi á döfinni í haust. 

Við byrjum á Vistabella 5. september, sem er mánudagur. Við vonumst eftir fjölmenni í það mót og svo auðvitað koll af kolli í næstu mót eftir það.

Ýmsar nýjungar verða í boði og erum við þessa dagana að kanna áhuga félagsmanna að fara í 3ja daga heimssókn til Valle del Este í haust. Við hvetjum alla til að taka þátt í könnuninni sem er í gangi því slík ferð gæti orðið toppurinn á tilverunni. Lífið er núna!

Lokamót klúbbsins fyrir sumarfrí verður haldið 4. júní þar sem slegin verður upp veisla í boði Zalt Properties og Sugar Resturant. Í boði verða ekki smá flott verðlaun og kannski gott í gogginn eftir mótið og eitthvað sem kemur á óvart. 

En þið vinir okkar sem eru á heimleið til Íslands viljum við segja Góða ferð heim og Góða heimkomu. Okkar hlakkar innilega til að sjá ykkur öll í haust, hress og glöð, og þá getum við tekið upp þráðinn við að hafa Gaman Saman. 

Fyrsta formlega fréttabréfið

7. maí 22

Í byrjun vikunnar fengu allir félagsmenn klúbbsins sent fréttabréf klúbbsins í tölvupósti. Fréttabréfið er sent frá netfanginu golfaspani@gmail.com. 

Við höfum lært alveg helling á þessum stutta tíma og vitum að svo verður áfram. Við vitum einnig að það er alltaf hægt að gera gott betra og hvað er skemmtilegra en að gera það með góðu fólki. 

Við erum stolt og mjög ánægð með hvernig til hefur tekist og höfum nýtt tímann til að sníða af ýmsa agnúa og aðlagast nýjum aðstæðum ásamt því að horfa framávið. 

Við munum halda áfram með kvennagolfið í haust, fimmtudagsgolf á mismunandi völlum, bjóða aðgang að golfkennslu, námskeiðum, skemmtikvöldum og fleira og fleira.

Allt er þetta framhald af því sem við höfum lært undanfarna mánuði og er vonandi rétt þróun. 

Við hvetjum félagsmenn til að kíkja í fréttabréfið og taka þátt í örstuttri könnun og gefa okkur sitt álit. Allt til þess að tryggja áframhaldandi gott gengi.

Kvennagolf hjá GáS

21. april 2022

Kvennagolf, konugolf, stelpugolf, kellingagolf eða hvað sem menn vilja kalla það þegar Konur vilja fara í golf án Kallanna er fyrirbæri sem á sko fullan rétt á sér.  Fyrir það fyrsta þá vilja þær skemmtilegri félagsskap og frá einhverjum sem er ekki alltaf að segja til og setja ofaní við þær og jafnvel skamma. 

Þegar sú hugmynd kom upp, um að stofna kvennadeild, þá var ég satt best að segja dálítið fordómafullur og mjög efins en þær efasemdir hafa dvínað mikið og verð ég að segja Köllunum eitt: Það er langtum meira fjör og skemmtilegra að vera með konum að spila og í kringum konur í Golfi en Karla og skemmtilegri stemning. 

Nú hefur kennslan hjá Bjarna sýnt okkur að ekki skortir áhugann og verður framhald þar á. Við hjá Golf á Spáni höfum ákveðið að kvennagolfið verður á dagskrá út maí er við gerum hlé fram í september og þá verður öll umgjörð og framkvæmd 

Kvennagolfsins endurskoðuð með tilliti til þess að gera golfið skemmtilegra og líka verður kennslan eða leiðsögnin á sínum stað. Það er einlæg von mín að við séum á réttri braut í Kvennagolfinu en það er  ekki alveg víst að Karlar geti sagt til um hvernig konur vilja hafa sitt Golf. Þið Stelpur verðið að stíga fram og senda okkur línu um allt sem ykkur dettur í hug um það sem þið teljið að  betur mætti fara og skrifa hér inn,til þess er þessi síða  að málshátturinn virki: Það má alltaf gera góðan hlut Betri.

Sjáumst á Vellinum í sumar,
Bergur bakari

Páskar og golf - gott combo!

14. apríl 2022

Það er ánægjulegt að segja frá því að fyllst hefur í öll mót undanfarið og myndast biðlistar. Við erum því stolt að geta sagt frá því að tekist hefur að semja  um fleiri pláss í hvert mót.

Framundan er Páskahelgi og það er fátt betra, eftir góða súkkulaði og matarveislu, en góður golfhringur í góðum félagsskap.

Framundan eru fjögur mót:
18. apríl New Sierra - 9 holur
21. april New Sierra - 18 holur
23. april Vista Bella - 18 holur
25. april New Sierra - 9 holur

Skráning fer fram hér: Félagsmót - skráningasíða 

Kvennadeild hjá Golf á Spáni?

8. apríl 2022

Fjölmenni mætti, með stuttum fyrirvara, á kynningafund um kvennadeild hjá golfklúbbnum Golf á Spáni sunnudaginn 3. apríl s.l.. Ljóst er að mikil áhugi er á að búa til góða umgjörð þar sem konur geta spilað með konum. Við þökkum Önnu Kareni Sverrisdóttur sérstaklega fyrir dásamlegan drifkraft að ýta þessari vinnu af stað.

Klúbburinn ætlar að mæta þeirri þörf og byrja á að bjóða  upp á sérstakt kvennamót á mánudögum, fyrir allar konur sem eru nú þegar klúbbmeðlimir í klúbbnum Golf á Spáni. Þá eru spilaðar níu holur á hinum glæsilega golfvelli New Sierra. 

Á fundinum, skráðu fjölmargar áhugasamar konur sig formlega á lista, um að vilja vera stofnaðilar að  sérkvennadeild. Ákveðið hefur verið að bíða með að fara formlega af stað með deildina þar til í haust og halda áfram að kanna og mæla áhuga fyrir slíkri deild. 

Þessa dagana er verið að hafa samband símleiðis við þær konur sem eru nú þegar skráðar á lista og taka samtal um næstu skref.

Rigningaslúttið tókst vel

1. apríl 2022

Eftir rigningatíð undanfarið tók klúbburinn sinn til sinna ráða og hélt rigningaslútt á Greenland Golf Club og æfði stuttu höggin. Þátttaka var mjög góð og sólin kom í heimssókn.

Eins og hægt er að sjá á myndunum var stemmingin einstaklega lífleg og allir sammála um vel heppnað mót, eins og öll mót klúbbsins hafa verið hingað til.

Talandi um mót þá eru framundan eru 3 mót í hverri viku og því nóg af golfi í boði fyrir golfþyrsta Íslendinga. 

Hægt er að skoða næstu mót hér: Félagsmót - skráningasíða 

Ef þú ert ekki félagsmaður en vilt komast í mót er velkomið að senda tölvupóst á golfaspani@gmail.com og óska eftir að vera á biðlista í mót. 

Opnum aftur fyrir skráningu í haust!

30. mars 2022

Við opnum tvisvar á ári fyrir umsóknir í klúbbinn. Á morgun 31. mars er lokadagur til að sækja um að gerast klúbbmeðlimur Golf á Spáni. 

Við opnum aftur fyrir skráningu næsta haust. 

Smelltu hér til að sækja um aðild

Smelltu hér til að fara á almennan póstlista/biðlista

Nú er úti veður vott!

24. mars 2022

Því miður þurfti að fella niður mót dagsins vegna að töluverð ferð var á vindinum og mikil úrkoma,sem leyfði ekki bíla á brautum.

En alltaf styttir upp um síðir og klúbburinn stefnir á að halda rigningaslútt eftir þessa rigningartíð. Klúbbmeðlimir eru hvattir til að fylgjast vel með tilkynningu inn í FB hóp klúbbsins á næstu dögum.

Opið fyrir nýskráningu

12. mars 2022

Fyrir akkurat einum mánuði síðan var golfklúbburinn Golf á Spáni stofnaður og fékk gríðarlegar góðar móttökur. Yfir 100 manns sóttu um aðild og hefur starfsemi fyrsta mánaðarins verið einstaklega fjölbreytt og skemmtileg.

Mikil áhersla er lögð á jákvæða og skýra umgjörð frá upphafi, allt til að einfalda yfirbyggingu og umsjón með klúbbnum og um leið láta hann vaxa jafnt og þétt.

Með góðri samvinnu með klúbbfélögum hefur það markmið tekist fram úr væntingum. Því gefst nú tækifæri, tímabundið,  til að skrá sig í klúbbinn. 

Við elskum að spila golf

🏌🏻‍♀️🏌🏻 ❤️⛳

5. mars 2022

Síðast vika minnti okkur hressilega á íslenskt veður. Veðrið var kalt og væta í kortunum. Rigning er góð fyrir grasið og gróðurinn. 

Þrátt fyrir það stoppaði það ekki meðlimi golfklúbbsins Golf á Spáni, og gesti, að spila golf. 

Já, við elskum að spila golf. Líka í rigningu. 

Hvernig er hægt að skrá sig í klúbbinn?

27. febrúar 2022

Þessa dagana erum við að fara yfir nýskráningar í klúbbinn. Á meðan er lokað fyrir nýjar skráningar í klúbbinn. Eitt af því sem klúbburinn vill vera þekktur fyrir er að hafa nóg golf fyrir klúbbfélaga. Það er því markmið að hafa klúbbinn passlegan stóran, ekki of fámennan og ekki of fjölmennan. Heldur  nægilega stóran að hægt er að halda mót sem eru alltaf vel sótt OG allir komist að. 

Þangað til hvetjum við þig að skrá þig á almennan póstlista og við látum þig vita þegar klúbburinn opnar aftur dyrnar fyrir nýskráningar. Þeir sem eru á almenna póstlistanum fá einnig póst um laus pláss í mót sem klúbbfélagar nýta sér ekki. 


Golf-ast í mars!

27. febrúar 2022

Golf á Spáni er ungur og nýstofnaður klúbbur. Eitt af markmiðum klúbbsins er að vera félagsskapur fólks sem elskar að spila golf og grípa hvert tækifæri til að spila golf. 

Í raun kemst ekkert að en að spila golf. Að öllu gamni slepptu þá skiptir mestu máli að hittast, hafa gaman saman og já, spila golf :)

Smelltu hér til að skrá þig á mót í mars!

Sjö klúbbmót í febrúar 22

20. febrúar 2022

Það vantar ekki upp á golfáhugann hjá félögum Golf á Spáni. Í febrúar eru hvorki meira en minna en 164 pláss í golfmót. 

Nú þegar hafa fjögur mót farið fram og tvö framundan. Félagsmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst með því að smella á hnappinn.

Frábærar viðtöku stofnfélaga

31. janúar 2022

Áhugi fyrir Golf á Spáni hefur farið langt fram úr væntingum. Framundan er vinna við að halda utan um félagatal, halda mót og auðvitað útvega meira golf fyrir þennan flotta hóp.

Á meðan við aðlögum okkur að þessum mikla fjölda er lokað fyrir skráningu í klúbbinn í bili. 

Kæru vinir, örvæntið ekki og kynnið ykkur leiðirnar hér fyrir neðan um hvernig hægt er að fylgjast með.