Golf á Spáni
Með Bergi bakara
Heimasíða klúbbsins
Skráningarviku er lokið - Skráning hefst aftur í febrúar.
Heimasíða klúbbsins
27. nóvember 2025
Zalt mótið var það heillin.
Það er alltaf þegar tveir góðir koma saman þá verður útkoman flott,
Og hún var góð blandan í gær, frábæra fólkið frá Fasteignasöluna Zalt með Þórdísi ,Enrique og Önnu í fararbroddi ásamt okkar besta fólki í Golf á Spáni.
Spilamennskan var góð hjá mörgum en ekki alveg öllum og það var svo skrítið í rokinu þá komu allir Suðurnesjamennirnir stífgreiddir og flottir til skála á meðan hinir komu eins og ritjulegir hænurassar í rokinu,þaðr hefur kunnáttan áð láta rokið greiða sér komið sér vel.
Öll veðlaun voru í boði Zalt og þau ekki af verri endanum. Ferðavinningar, glæsigripir, drykkjarföng, blómvendir og fleira fallegt.
Takk fyrir okkur, Zalt, fyrir að hafa gefið ykkur tíma til að hafa Gaman Saman með okkur.
Þórdís eigandi Zalt og Bergur, eigandi Golf á Spáni við glæsilega verðlaunaborðið í boði Zalt.
Innifalið í klúbbaðild er aðgangur að lokuðum Facebook hópi. Þar fær klúbbmeðlimur upplýsingar um mótin, skoðar myndir og getur tekið þátt í hressandi umræðu.
Klúbbfélagar eru hvattir til að vera í FB hópnum og sækja um aðgang hér